Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Stefnumót frumkvöðla og fjárfesta á Siglufirði

Þórgunnur Oddsdóttir

,

„Ég myndi segja að þetta væri rjóminn af hringrásarhagkerfisverkefnum á Íslandi,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims. Hlutverk Norðanáttar er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki frá fyrstu stigum hugmyndar yfir í leit að fjárfestum. „Stóra markmiðið er að finna hugvit í kringum þessar flottu auðlindir sem við eigum hér á Íslandi og ná árangri í orkuskiptum og gagnvart loftslagsvánni með nýsköpun.“ segir Sesselja.