Kom með 98 strandbolta til landsins
Melinda er hjá NES listamiðstöð í tvo mánuði. Hún hefur áður unnið innsetningu með strandboltum og krakkarnir fengu það hlutverk að skreyta þá. Þemað var að kveðja veturinn og bjóða vorið velkomið. Kristbjörg Dúfa Ragnheiðardóttir, leiðbeinandi list- og verkgreina, segist sjálf læra mikið á verkefninu.
„Ég kom með 98 loftlausa strandbolta til landsins og ég er viss um að öryggisverðirnir hafi horft á farangurinn minn og hugsað hvað í ...?! en hvað með það hingað eru þeir komnir,“ segir Melinda.