Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Daniil og Friðrik Dór aleinir saman

Rapparinn Daniil fagnaði útgáfu plötu sinnar 600 og flutti tvö lög í Vikunni með Gísla Marteini í gær. Hann flutti lögin Aleinn ásamt Friðriki Dór og Ef þeir vilja beef ásamt Joey Christ.

Júlía Aradóttir

,

Rapparinn Daniil er aðeins 21 árs gamall en hefur notið vinsælda undanfarin ár. Hann átti eitt allra vinsælasta lag ársins í fyrra, lagið Ef þeir vijla beef sem hann flytur ásamt rapparanum Joey Christ.

Daniil sendi í gær frá sér sína aðra plötu sem ber heitið 600 og fagnaði tilefninu með því að flytja tvö lög í Vikunni með Gísla Marteini. Hann söng lögin Aleinn ásamt Friðriki Dór og fyrrnefnt lag, Ef þeir vilja beef ásamt Joey Christ.

Nafn rapparans er óvenjulegt á Íslandi en móðir hans er rússnesk. „Ég heiti Daníel en ég hef alltaf verið kallaður Daniil. Af því að í Rússlandi heiti ég Daniil og ég hef bara haldið í það og sagt að ég heiti Daniil. Það stingur upp, er öðruvísi.“

Fleiri menningar- og dægurmálafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV