Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

„Vildi oftast fela að ég væri einhverfur“

Viktor Gunnarsson er ungur bardagakappi í Mjölni og keppir fyrir Íslands hönd erlendis. Landinn hitti á hann og pabba hans á æfingu en stuttu áður missti fjölskyldan heimili sitt í bruna.

Edda Sif Pálsdóttir

,

Viktor var í töluverðan tíma að finna íþróttagrein sem hentaði honum en datt svo niður á bardagaíþróttir þar sem hann nýtir ódæmigerða einhverfu sér til góðs. „Mig langaði að vera með strákunum í boltanum en mér fannst alltaf eins og ég gæti ekki fattað boltann,“ segir Viktor. Stuttu áður en Landinn hitti feðgana missti fjölskyldan heimili sitt í bruna. Viktor var heima með yngri bróður sínum sem hann bjargaði út úr brennandi húsinu ásamt fjölskylduhundinum.

Fleiri menningar- og dægurmálafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV