Anime og Love Island helstu styrkleikarnir
Tækniskólinn og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætast í þriðju viðureign 8-liða úrslita Gettu betur í kvöld. Að því tilefni heimsótti Daníel Óskar Jóhannesson skólana.
Í liði Tækniskólans eru þau Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunnarsson.
Daníel lét þau svara nokkrum spurningum og þar kom fram að meðal styrkleika liðsins eru, að þeirra sögn, anime-teiknimyndir og raunveruleikaþættirnir Love Island.
Bein útsending frá viðureign Tækniskólans og FG í Gettu betur í kvöld hefst á RÚV klukkan 20:00.