Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Fjórar viðureignir á fyrsta keppniskvöldi Gettu betur

Vefritstjórn

,

25 skólar taka þátt í Gettu betur í ár en Menntaskólinn í Reykjavík, sigurvegari síðasta árs, situr hjá í fyrstu umferð. Viðureignirnar í fyrstu umferð eru tólf og dreifast á þrjá daga. Í kvöld mæta átta skólar til leiks, þar af tveir sem komust í sjónvarpshluta keppninnar fyrra, Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Viðureignirnar í kvöld:

  • 19:00 Menntaskólinn á Ásbrú - Menntaskólinn á Egilsstöðum
  • 19:40 Verkmenntaskóli Austurlands - Fjölbrautaskólinn við Ármúla
  • 20:20 Menntaskólinn á Ísafirði - Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • 21:00 Menntaskólinn í Kópavogi - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Dómarar og spurningahöfundar eru Jóhann Alfreð, Laufey Haraldsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir. Spyrill í fyrstu umferð er Oddur Þórðarson.