Heyrnarskerðingar eru margvíslegar og engar tvær eru eins. Þegar heyrn er eðlileg er eyrað mjög næmt fyrir breytingum á hljóði og greinir mjög vel breytingar á tíðni. Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru heyrnarfræðingar og að þeirra sögn missum við öll heyrn á lífsleiðinni.
Algengasta tegund heyrnarskerðingar er svokölluð hátíðniskerðing. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hún byrjar og hversu mikil hátíðniskerðingin verður með aldrinum.
En hvernig hljómar heyrnarleysi? Þær Kristbjörg og Kristbjörg ræddu við Samfélagið á Rás 1 um tegundir heyrnarskerðingar og spiluðu hljóðdæmi.
Fyrst heyrum við hljóðbútinn án nokkurrar skerðingar. Við heyrum samtal tveggja kvenna við umferðargötu. Orðaskil heyrast vel og umhverfishljóð trufla lítið.
Næst heyrum við hljóðbútinn með vægri skerðingu. Umhverfishljóðin trufla aðeins meira og það þarf meiri einbeitingu til að heyra orðaskil.
Meiri skerðing. Gæðin eru ekki þau sömu og næmnin er farin. Allt er farið að renna svolítið saman.
Mikil heyrnarskerðing. Fólki sem er með mikla heyrnarskerðingu tal oft vera eintóna og flatt því blæbrigðin minnka.
Alvarleg heyrnarskerðing eða heyrnarleysi. Flest fólk sem er með heyrnarskerðinug hefur leifar af heyrn einhverjar en getur ekki nýtt sér þær neitt að ráði. Það heyrist suð eða ómur líkt og í fjarska.
Hátíðniskerðing. Þetta er algengasta heyrnarskerðingin. Niðurinn í umhverfinu er yfirgnæfandi því að bassatónarnir eru áberandi. Á hátíðnisvæðinu liggja ákveðin talhljóð á borð við blásturshljóð sem gera fólki með hátíðniskerðingu erfiðara fyrir við að heyra skýrt talað mál. Dæmi um hljóð sem tapast eru s, k, p, þ og f.
Hengikúrfa. Þá heyrist bassi og hátíðni er það vantar miðjuna. Sérhljóð í tali liggja tíðni sem er á miðjunni þegar þau skerðast er orðið erfitt að heyra talað mál.
Lágtíðniskerðing. Þessi tegund heyrnarskerðingar er ekki algeng. Hún dregur úr blæbrigðum í umhverfishljóðum. Hljóð á borð við bjöllu verða mjög stingandi.
Rætt var við Kristbjörgu Gunnarsdóttur og Kristbjörgu Pálsdóttur í Samfélaginu á Rás 1. Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér í spilara RÚV.