Aðventugleði Rásar 2 í beinni útsendingu
Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti í Reykjavík þar sem góðir gestir líta við og ástsælt tónlistarfólk kemur landsmönnum í jólagírinn.
Gestgjafar Rásar 2 taka á móti fjölda góðra gesta og hefja jólahátíðina af krafti. Þau sem fara fyrir dagskránni í ár eru Siggi Gunnars, Gunna Dís, Felix Bergsson, Árni Beinteinn, Friðrik Ómar og Hulda Geirsdóttir.
Bein útsending hefst á Rás 2 klukkan 09:00 og stendur yfir til 16:00 og fylgjast má með gleðinni í hljóði og mynd hér fyrir ofan.
Dagskráin dagsins:
- 09:00 - Valdimar
- 10:00 - Jón Jónsson & Friðrik Dór
- 11:00 - Sigga Beinteins
- 13:00 - Eyþór Ingi
- 14:00 - Guðrún Árný
- 15:00 - JólaGÓSS, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson