Fjórir leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Liverpool jók forystu sína á toppi Meistaradeildarinnar í fótbolta með sigri á West Ham, 2-1. Luis Diaz skoraði fyrir Liverpool eftir stoðsendingu frá Mohammed Salah. Þar með sló Salah met því hann hefur komið að flestum mörkum á 38 leikja tímabili, 45 talsins. Hann hefur gefið átján stoðsendingar og skorað 27 mörk. West Ham jafnaði á 86. mínútu en Virgil van Dijk tryggði sigurinn fyrir Liverpool þremur mínútum síðar og Liverpool er komið ansi nálægt bikarnum.
Mohamed Salah fagnar markinu.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN
Önnur úrslit: Newcastle 4-1 Man. United Chelsea 2-2 Ipswich Wolves 4-2 Tottenham