4. apríl 2025 kl. 21:27
Íþróttir
Skíði

Dagur og Krist­rún Ís­lands­meist­arar í sprett­göngu

Íslandsmótið í skíðagöngu hófst á Akureyri í dag. Keppt var í sprettgöngu karla og kvenna í Hlíðarfjalli.

Í kvennaflokki voru allir verðlaunahafar frá Skíðagöngufélaginu Ulli. Kristrún Guðnadóttir vann, María Kristín Ólafsdóttir varð önnur og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir þriðja.

Í karlaflokki tóku Ísfirðingar öll verðlaun. Dagur Benediktsson vann, Snorri Einarsson tók silfur og Ástmar Helgi Kristinsson fékk brons.

Skíðagöngufólkið Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir
Skíðasamband Íslands