4. apríl 2025 kl. 21:06
Íþróttir
Handbolti

Ís­lands­meist­ararn­ir byrja úr­slita­keppn­ina af krafti

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í kvöld með tveimur viðureignum. FH, sem er núverandi Íslandsmeistari og varð deildarmeistari, fór létt með lið HK. FH vann 11 marka sigur, 32-21, og byrjar úrslitakeppnina með stæl.

Í hinni viðureign kvöldsins tók Fram á móti Haukum. Fram var með forskotið allan leikinn en spenna hljóp í leikinn í lokin. Fram vann 28-27 og tók forystuna.

Vinna þarf tvo leiki og mætast liðin aftur á mánudag. Á morgun mætast Aftuelding og ÍBV og Valur og Stjarnan.

Umspil Olísdeildarinnar hófst líka í kvöld. Grótta vann Hörð, 32-28, og Selfoss lagði Víking 33-31 eftir framlengingu. Tvo sigra þarf og er næst leikið á þriðjudag.

FH fagna í leik FH og Vals í Meistarakeppni HSÍ 2024
RÚV / Mummi Lú