Stolt af því að vera komin til baka

Einar Örn Jónsson

,

„Við ætlum að sækja á þeirra veikleika,“ segir Andrea Rán um leikplan föstudagsins, þó hún hafi ekki viljað gefa mikið upp um smáatriði plansins.

Leikurinn fer fram á Þróttarvelli þar sem Laugardalsvöllur er óleikfær vegna framkvæmda og Kópavogsvöllur, sem hefur verið varavöllur, var ekki laus.

„Ég kvarta ekki. Það sem ég get ekki stjórnað er ég ekki að fara af skipta mér af.“

Fyrir Þjóðadeildina nú hafði Andrea Rán ekki leikið landsleik í fjögur ár og aldrei keppnisleik. Hún hefur nú spilað báða leikina í deildinni til þessa og byrjaði síðasta leik.

„Ég er stolt af því að vera komin til baka og fá mínútur með liðinu og bara það að fá að vera í kringum hópinn er bara gleði.“

Leikur Íslands og Noregs er á morgun klukkan 16:45 og verður sýndur beint á RÚV.