Fyrirliði Breiðabliks spenntur fyrir Óskari og KR
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga, Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar og Höskuldur Gunnlaugsson í Breiðablik mættu í viðtal.
„Við erum mjög meðvitaðir um að tölfræðilega virðist það vera drulluerfitt að verja titilinn. Við höfum reynslu frá því árið 2022. Þú getur alveg sagt að yfirlýst markmið sé auðvitað að vinna titilinn aftur og verða tvöfaldir meistarar, back to back,“ sagði Höskuldur.
„Valur og KR-ingarnir hafa verið flottir núna. Þeir eru að spila erfiðan fótbolta, að eiga við þá, þó svo að úrslitin í Bose-bikarnum hafi fallið okkar megin,“ sagði Sölvi um helstu andstæðinga Víkinga. Þá nefndi hann einnig Stjörnuna.
„Mér finnst fullt af spennandi liðum. Ég ætla að segja Óskar með KR. Ég hef einkar gaman af því að fylgjast með þeirri vegferð,“ segir Höskuldur.