31. mars 2025 kl. 19:03
Íþróttir
Golf

Mc­Il­roy annar í sög­unni í 100 millj­óna klúbb­inn

epa11836462 Rory McIlroy of Northern Ireland waves for spectators during the final round of the Hero Dubai Desert Classic 2025 Golf tournament in Dubai, United Arab Emirates, 19 January 2025.  EPA-EFE/ALI HAIDER
McIlroy veifar til áhorfenda á Dubai Desert Classic mótinu í ár.EPA-EFE / ALI HAIDER

Rory McIlroy er annar kylfingurinn í sögunni, á eftir Tiger Woods, til að fara yfir 100 milljónir dollara (13,5 milljarða króna) í verðlaunafé á PGA mótaröðinni.

Norður-Írinn náði áfanganum með 338 þúsund dollara (45,6 milljónir króna) í vinningsfé fyrir að enda í 5. sæti á Houston Open.

Hinn 35 ára gamli McIlroy hefur unnið 28 af 262 mótum á mótaröðinni síðan hann tók fyrst þátt árið 2010. Tiger Woods rauf 100 milljóna múrinn árið 2012 og hefur nú alls fengið 120 milljónir dollara í vinningsfé á mótaröðinni hingað til. Woods hefur unnið 82 af 378 mótum.

Phil Mickelson er í 3. sæti, Dustin Johnson í 4. sæti og Scottie Scheffler í fimmta sæti.