McIlroy veifar til áhorfenda á Dubai Desert Classic mótinu í ár.EPA-EFE / ALI HAIDER
Rory McIlroy er annar kylfingurinn í sögunni, á eftir Tiger Woods, til að fara yfir 100 milljónir dollara (13,5 milljarða króna) í verðlaunafé á PGA mótaröðinni.
Norður-Írinn náði áfanganum með 338 þúsund dollara (45,6 milljónir króna) í vinningsfé fyrir að enda í 5. sæti á Houston Open.
Hinn 35 ára gamli McIlroy hefur unnið 28 af 262 mótum á mótaröðinni síðan hann tók fyrst þátt árið 2010. Tiger Woods rauf 100 milljóna múrinn árið 2012 og hefur nú alls fengið 120 milljónir dollara í vinningsfé á mótaröðinni hingað til. Woods hefur unnið 82 af 378 mótum.
Phil Mickelson er í 3. sæti, Dustin Johnson í 4. sæti og Scottie Scheffler í fimmta sæti.