29. mars 2025 kl. 20:36
Íþróttir
Handbolti

Haukar kveðja Evr­ópu­keppn­ina

Haukar lutu í lægra haldi í seinni leik þeirra við Izvidac í átta liða úrslitum Evrópubikarsins, 33-26. Haukar unnu fyrri leikinn 30-27 á Ásvöllum og komu því með þriggja marka forskot inn í viðureign kvöldsins. Bosníska liðið hafði hins vegar yfirhöndina frá upphafi leiks og tryggði að lokum sjö marka sigur. Þar með ljúka Haukamenn Evrópukeppni þetta tímabilið.

Hergeir Grímsson í leik Hauka og Afturelding í Olís deild karla
Hergeir Grímsson skoraði fimm mörk í leiknum.RÚV / Mummi Lú

Liðin voru jöfn í stöðunni 3-3, en þá stakk það bosníska af. Hálfleikstölur voru 13-8, en Izvidac jók forskotið jafnt og þétt þaðan af.
Hergeir Grímsson og Össur Haraldsson voru atkvæðamestir Hauka með fimm mörk hvor.