25. mars 2025 kl. 11:05
Íþróttir
Ólympíuleikar

Róa Ól­ymp­íu­farar á meðal krókó­díla?

Ólympíuleikarnir 2032 verða í Brisbane í Ástralíu og er undirbúningur þar hafinn. Upphaflega átti að gera upp tvo leikvanga til að nýta á leikunum en nú ætla yfirvöld að byggja nýjan 63.000 manna völl, nokkuð sem leggst ekki sérlega vel í borgarbúa.

Þá hefur verið gefið út að róðrarkeppnin verði á Fitzroy-ánni. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa fjallað um málið og bent á að í ánni búi krókódílar.

epa11696894 (FILE) - Cassius, a crocodile in captivity, looks on at the Marineland Melanesia on Green Island, Queensland, Australia, 18 March 2023 (issued 02 November 2024). Cassius, the Guinness Book of Records largest crocodile in captivity, died at Green Island's Marineland Melanesia on 01 November.  EPA-EFE/BRIAN CASSEY AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Cassius var ástralskur 5,48m saltvatnskrókódíll af sömu tegund og þeir sem finnast í Fitzroy-ánniEPA-EFE / BRIAN CASSEY

Mótshaldarar gera þó lítið úr þeim áhyggjum og benda á að fjöldi viðburða hafi verið haldnir í ánni í gegnum tíðina sem og að börn syndi og leiki sér í ánni. Krókódílar ógni þeim ekkert og muni heldur ekki hafa áhrif á keppendur.