14. mars 2025 kl. 11:44
Íþróttir
Golf

Fimm gátu ekki klárað fyrsta hring­inn á Play­ers

Players-meistaramótið í golfi hófst í gær á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída. Bandaríkjamennirnir Lucas Glover, J. J. Spaun og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas leiða að loknum fyrsta hring á sex höggum undir pari.

Fimm kylfingar náðu ekki að klára hringinn í gærkvöldi vegna birtuskilyrða. Af þeim er Max McGreevy frá Bandaríkjunum í bestu stöðunni eða á 5 höggum undir pari eftir 16 holur.

epa11962687 Rory McIlroy of Northern Ireland tees the 15th hole during the first round of The Players Championship golf tournament at TPC Sawgrass in Ponte Vedra Beach, Florida, USA, 13 March 2025.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
EPA-EFE / ERIK S. LESSER

Norður-Írinn Rory McIlroy er einu höggi á eftir efstu mönnum ásamt fjórum öðrum kylfingum. Ríkjandi meistari síðustu tveggja ára, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, spilaði á þremur höggum undir pari.

Mótið klárast á sunnudag.