4. mars 2025 kl. 21:56
Íþróttir
Fótbolti

Meist­ara­deild­in: Hákon jafn­aði fyrir Lille

Fjórir leikir voru spilaðir í Meistaradeild karla í fótbolta í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í Lille mættu Dortmund á útivelli. Dortmund skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu. Þá jafnaði Hákon metin á 68. mínútu með glæsilegu marki. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1.

epa11940864 Hakon Haraldsson of Lille (R) celebrates with teammate Ngal'ayel Mukau of Lille (L) after scoring the 1-1 during the UEFA Champions League Round of 16 match Borussia Dortmund vs OSC Lille in Dortmund, Germany, 04 March 2025.  EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF
Hákon Arnar Haraldsson skoraði jöfnunarmark Lille.EPA-EFE / Christopher Neundorf

Arsenal vann stórsigur á móti PSV. Fyrstu þrjú mörk Arsenal komu á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þá skoraði Noo Lang eina mark PSV. Þá skoraði liðið fjögur mörk í seinni hálfleik. Lokatölur urðu því 1-7 sem gefur Arsenal ansi gott forskot fyrir seinni leik liðanna.

Önnur úrslit
Brugge 1 - 3 Aston Villa
Real Madrid 2 - 1 Atlético Madrid