Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta í dag. Liðið mátti þola 0-1 tap gegn West Ham en mark Jarrod Bowen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skildi liðin að. Varamaðurinn Martin Lewis-Kelly fékk rautt spjald á 73. mínútu.
Liverpool er nú með átta stiga forskot á Arsenal á toppnum þegar bæði lið hafa leikið 26 leiki. West Ham er í 16. sæti með 30 stig.