22. febrúar 2025 kl. 17:15
Íþróttir
Fótbolti

Arsenal missteig sig í toppbaráttunni

Fótboltamaðurinn Declan Rice í leik með Arsenal gegn West Ham
Declan Rice, leikmaður Arsenal.EPA / Tolga Akmen

Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta í dag. Liðið mátti þola 0-1 tap gegn West Ham en mark Jarrod Bowen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skildi liðin að. Varamaðurinn Martin Lewis-Kelly fékk rautt spjald á 73. mínútu.

Liverpool er nú með átta stiga forskot á Arsenal á toppnum þegar bæði lið hafa leikið 26 leiki. West Ham er í 16. sæti með 30 stig.

Önnur úrslit:
Fulham 0 - 2 Crystal Palace
Southampton 0 - 4 Brighton
Ipswich 1 - 4 Tottenham
Bournemouth 0 - 1 Wolves