18. febrúar 2025 kl. 22:00
Íþróttir
Fótbolti

Bayern sló Skot­ana út á ög­ur­stundu

epa11906179 Leroy Sane of Bayern reacts during the UEFA Champions League knockout phase play-offs 2nd leg match between FC Bayern Munich  and Celtic FC in Munich, Germany, 18 February 2025.  EPA-EFE/ANNA SZILAGYI
EPA-EFE / ANNA SZILAGYI

Bayern München hafði betur gegn Glasgow Celtic í umspili í Meistaradeild karla í Evrópu í fótbolta. Alphonso Davies jafnaði metin í blálok uppbótartímans og leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli. Hinn þýski Nicolas-Gerrit Kühn hafði komið Celtic yfir á 63. mínútu eftir röð mistaka hjá Bayern. Bayern vann fyrri leikinn í Skotlandi 1-2 og dugði því jafntefli.

AC Milan er úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Feyenoord sem vann einvígið samanlagt 3-2.

Þá vann Club Brugge 1-3 útisigur gegn Atalanta og einvígið samanlagt 2-4.

Benfica sló Monaco út í æsispennandi viðureign eftir 3-3 jafntefli í kvöld. Benfica vann einvígið samanlagt 4-3.