Nottingham Forest varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Liðið mætti Exeter sem er í þriðju efstu deild og þurfti vítaspyrnukeppni til að komast áfram.
Heimamenn í Exeter komust yfir með marki Magennis snemma í leiknum. Mörk Sosa og Awonyi sáu svo til þess að Forest var yfir í hálfleik, 1-2. Exeter gafst ekki upp og jafnaði með öðru marki Magennis. Turns fékk reisupassann undir lok leiksins. Ekki er lengur boðið upp á annan leik eins og áður ef staðan er jöfn í leikslok og því var gripið til framlengingar þar sem ekkert mark var skorað. Forest vann að lokum í vítaspyrnukeppni.