Son lagði upp markið sem gulltryggði sigur Spurs.EPA-EFE / VINCE MIGNOTT
Brentford mátti þola 0-2 tap gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta rétt í þessu. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Brentford. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans í deildinni fyrir Brentford, og jafnframt fyrsti byrjunarliðsleikur íslensks markmanns í deildinni.
Vitaly Janelt gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Pape Sarr gerði út um leikinn í lok seinni hálfleiks. Brentford er í 11. sæti og Tottenham í 14.
Manchester United tapaði 0-2 fyrir Crystal Palace þar sem Frakkinn Mateta skoraði bæði mörkin. Palace er í 12. sæti og United í 13.