2. febrúar 2025 kl. 16:12
Íþróttir
Fótbolti

Brentford tapaði í fyrsta byrjunarliðsleik Hákons

epa11617905 Son Heung-Min of Tottenham Hotspur applauds the fans after the English Premier League match between Tottenham Hotspur and Brentford in London, Britain, 21 September 2024.  EPA-EFE/VINCE MIGNOTT EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Son lagði upp markið sem gulltryggði sigur Spurs.EPA-EFE / VINCE MIGNOTT

Brentford mátti þola 0-2 tap gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta rétt í þessu. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Brentford. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans í deildinni fyrir Brentford, og jafnframt fyrsti byrjunarliðsleikur íslensks markmanns í deildinni.

Vitaly Janelt gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Pape Sarr gerði út um leikinn í lok seinni hálfleiks. Brentford er í 11. sæti og Tottenham í 14.

Manchester United tapaði 0-2 fyrir Crystal Palace þar sem Frakkinn Mateta skoraði bæði mörkin. Palace er í 12. sæti og United í 13.