Manchester United lagði Fulham 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lisandro Martinez skoraði sigurmarkið á 78. mínútu. Með sigrinum kemst Man Utd upp í 12. sæti deildarinnar með 29 stig en Fuham í 10. sæti með 33 stig.
EPA-EFE / ADAM VAUGHAN
Staða Ange Postecoglou stjóra Tottenham þykir nú orðin frekar völt eftir 2-1 tap liðsins á heimavelli gegn fallbaráttuliði Leicester.
Önnur úrslit urðu þessi:
Crystal Palace - Brentford 1-2 Aston Vila - West Ham 1-1