10. apríl 2024 kl. 13:13
Íþróttir
Frjálsar

Al­þjóða frjáls­íþrótta­sam­band­ið ætlar að borga gull­verð­launa­höf­um

Í fyrsta sinn ætlar sérsamband innan Ólympíuleikanna að borga gullverðlaunahöfum fyrir árangurinn sem næst á leikunum. Það hefur ekki tíðkast að sérsambönd greiði út verðlaunafé til keppenda á Ólympíuleikum en nú er breyting á.

Keppt verður um gullverðlaun í 48 greinum innan frjálsíþrótta á Ólympíuleikunum og fær hver og einn gullverðlaunahafi 50 þúsund dollara í sinn hlut. Þau sem keppa í boðhlaupi skipta með sér summunni. Heildarverðlaunaféð er því 2,4 milljónir dollara.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar svo að stækka pottinn fyrir leikana í Los Angeles og verðlauna einnig silfur- og bronsverðlaunahafa.

epa05482886 Elaine Thompson of Jamaica wins the women's 100m final of the Rio 2016 Olympic Games Athletics, Track and Field events at the Olympic Stadium in Rio de Janeiro, Brazil, 13 August 2016.  EPA/DIEGO AZUBEL
EPA