14. apríl 2025 kl. 17:18
Íþróttir
Fótbolti

Rømer kynnt­ur til leiks hjá KA

Eftir 4-0 tap í gær barst KA mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bestu deild karla. Fyrrum fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, Marcel Rømer hefur skrifað undir samning við Akureyrarfélagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Þessi danski leikmaður hefur leikið rúmlega 250 leiki í efstu deild í Danmörku og hefur verið leiðtogi í sterku liði Lyngby. Rømer leikur á miðri miðjunni sem varnarsinnaður miðjumaður en hann getur einnig leyst stöðu miðvarðar.

KA fær KFA í fyrsta leik sínum í Mjólkurbikarnum á föstudaginn en þar er liðið ríkjandi bikarmeistari eftir að hafa unnið Víking í úrslitum á síðasta tímabili.

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV