14. apríl 2025 kl. 21:25
Íþróttir
Fótbolti

Há­dram­at­ískt jafn­tefli Vals og KR

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deild karla í fótbolta, Stjarnan vann ÍA á heimavelli í kvöld. Í Laugardalnum lauk Reykjavíkurslag með jafntefli.

Annarri umferð deildarinnar lauk í kvöld með tveimur leikjum. Mörk frá Andra Rúnari Bjarnasyni og Guðmundi Baldvini Nökkvasyni dugðu Stjörnumönnum til sigurs gegn ÍA í hörkuleik. Haukur Andri Haraldsson skoraði mark ÍA.

Í Laugardal gerðu KR og Valur dramatískt jafntefli, lokatölur 3-3. Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu fyrir Val en Luke Rae og Jóhannes Kristinn Bjarnason sáu um markaskorun fyrir Vesturbæinga. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Jóhannes Kristinn Bjarnason
Mummi Lú