Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deild karla í fótbolta, Stjarnan vann ÍA á heimavelli í kvöld. Í Laugardalnum lauk Reykjavíkurslag með jafntefli.
Annarri umferð deildarinnar lauk í kvöld með tveimur leikjum. Mörk frá Andra Rúnari Bjarnasyni og Guðmundi Baldvini Nökkvasyni dugðu Stjörnumönnum til sigurs gegn ÍA í hörkuleik. Haukur Andri Haraldsson skoraði mark ÍA.
Í Laugardal gerðu KR og Valur dramatískt jafntefli, lokatölur 3-3. Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu fyrir Val en Luke Rae og Jóhannes Kristinn Bjarnason sáu um markaskorun fyrir Vesturbæinga. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki.