14. apríl 2025 kl. 18:57
Íþróttir
Handbolti

Fær­eyj­ar með Ís­landi á HM í fyrsta skipti

Mikill uppgangur hefur verið í íþróttum í Færeyjum og þá einna helst í handbolta. Á dögunum tryggði kvennalandslið Færeyja sig inn á HM í fyrsta skipti í sögunni, Færeyjar unnu Litáen samanlagt í tveimur leikjum samanlagt. HM verður haldið í Hollandi og Þýskalandi á næsta ári.

Færeyjar fóru í fyrsta sinn á EM í desember á síðasta ári þar tapaði liðið fyr­ir Sviss og Dan­mörku en gerði jafn­tefli við Króa­tíu.

Ísland er sömuleiðis búið að tryggja sér þátttökurétt á HM eftir sannfærandi sigur á Ísrael í síðustu viku.

Mynd af hópi Færeyinga á handboltaleik. Allir halda á færeyska fánanum.
EPA / GEORGIOS KEFALAS