Mikill uppgangur hefur verið í íþróttum í Færeyjum og þá einna helst í handbolta. Á dögunum tryggði kvennalandslið Færeyja sig inn á HM í fyrsta skipti í sögunni, Færeyjar unnu Litáen samanlagt í tveimur leikjum samanlagt. HM verður haldið í Hollandi og Þýskalandi á næsta ári.
Færeyjar fóru í fyrsta sinn á EM í desember á síðasta ári þar tapaði liðið fyrir Sviss og Danmörku en gerði jafntefli við Króatíu.
Ísland er sömuleiðis búið að tryggja sér þátttökurétt á HM eftir sannfærandi sigur á Ísrael í síðustu viku.