Ísland er á leiðinni á HM 2025
Takk í dag
Við segjum þetta gott í kvöld. Við hlökkum til að fylgjast með íslenska liðinu á HM 2025.
Steinunn hættir með landsliðinu
Steinunn Björnsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með landsliðinu. Þetta tilkynnti hún eftir sigurinn í kvöld.
„Ég var að spila minn síðasta landsleik. Það eru allt í einu miklar tilfinningar í gangi hérna en já, ég ætla að segja þessu lokið núna,“ segir Steinunn klökk. Steinunn á farsælan landsliðsferil að baki og hefur leikið lykilhlutverk með liðinu um árabil. Steinunn segist spennt að fylgjast með liðinu á heimsmeistaramótinu í lok árs. Liðið tryggði í kvöld farseðil á mótið með öruggum sigri á Ísrael.
„Ég hlakka virkilega til að fylgjast með þessum stelpum.“
„Mér finnst dásamlegt að klára þetta með þeim og skila þeim inn á HM, en eins og ég segi þá eru síðustu dagar búnir að vera skrítnir. En þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér.“
Voru staðráðnar í því að koma í veg fyrir að Ísrael spilaði á HM
Arnar Pétursson þjálfari er stoltur af íslenska kvennalandsliðinu og segir liðið hafa gert það sem pólitíkin er ekki að gera.
„Það er ekkert sem segir okkur að alþjóðasamfélagið sé að taka á þessu. Bara ekki neitt. Ef við hefðum sleppt því að mæta hérna þá hefði Ísrael einfaldlega farið á HM og spilað á HM.“
Arnar segir liðið hafa tekið málin í sínar hendur.
„Á meðan það er ekki tekið á þessu á einhverjum stærri vettvangi þá verðum við bara að sjá um þetta sjálf. Stelpurnar voru staðráðnar í því að koma í veg fyrir að Ísrael spilaði á HM. Þær gerðu það mjög fagmannlega í þessum tveimur leikjum. Ég er stoltur af þeim undir mjög erfiðum kringumstæðum þar sem þær hafa fengið á sig mjög óréttmæta gagnrýni.“
Hann segir leikina hafa reynt mjög á leikmenn sem hafa fengið á sig óréttmæta gagnrýni. „Það er bara ekki eðlilegt að segja svona við nokkurn einasta mann. Þær eru búnar að fá yfir sig ýmislegt sem bara er ekki í lagi. Þess vegna hefur þetta verið erfitt. Það skal bara viðurkennast, það hefur verið grátið.“
Ísland er á leiðinni á HM 2025
Lokatölur urðu 21-31 og því er íslenska kvennalandsliðið mun leika á HM 2025 í lok árs. Þetta er þriðja stórmót liðsins í röð. Íslenska liðið tryggði tvo fagmannlega sigra á Ísrael og unnu viðureignina samanlagt með 22 mörkum.
Katrín græjaði 10 marka forystu
Katrín Anna Ásmundsdóttir var ein á móti markmanni og kom liðinu í 10 marka forystu, 21-31. Ein mínúta er eftir.
Stutt í 10 marka múrinn
Ísland leiðir með níu mörkum 21-30 þegar tvær mínútur eru eftir.
Sjö mínútur eftir og sjö marka munur
HM er í augsýn. Samanlagt er Ísland með nítján marka forystu.
Katrín Anna með mark eftir fallegt samspil
Íslenska liðið nær enn frekari forystu. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld eftir fallega uppstillingu Rutar og Söndru. Staðan er 18-26 þegar tíu mínútur eru eftir.
Alfa Brá kemur okkur átta mörkum yfir
Alfa Brá Hagalín skorar úr gegnumbroti og kemur Íslandi í átta marka forystu, 15-23.
Elín Jóna ver tvö í sömu sókn
Elín Jóna Þorsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði tvö mörk í sömu sókninni.
Seinni hálfleikur hafinn
Elín Jóna varði fyrsta skot seinni hálfleiks. Liðin hafa skorað sitthvort markið, staðan er 12-17. Varnarleikur íslenska liðsins virðist sterkari en í fyrri hálfleik.
Berglind fór meidd af velli
Berglind Þorsteinsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Hún fær nú aðhlynningu á ökkla á bekknum.
Hálfleikstölur: 11-16
Eftir brösuga byrjun náði íslenska liðið forystu. Hálfleikstölur eru 11-16.
„Þetta er bara eins og einhver venjulegur deildarleikur. Mér finnst allar mega setja aðeins meira í púkkið,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Stofunni, í hálfleik.
Ísland er með 70% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik.
Inga Dís mætt á dúkinn
Inga Dís Jóhannsdóttir er kominn inn á og stendur vaktina í vörninni! Fyrstu mínútur hennar fyrir íslenska A-landsliðið mættar.
Steinunn skellir í fimmta íslenska í röð
Íslenska liðið virðist hafa náð vopnum sínum á nýjan leik. Steinunn Björnsdóttir skellti í fimmta íslenska markið í röð. Staðan er 8-13.
Ísland eykur forystuna
Fjögur mörk í röð frá íslenska liðinu. Staðan er 8-12 eftir 20 mínútna leik.
Ísraelski þjálfarinn tekur leikhlé.
Allt í járnum
Staðan er 6-6 eftir fimmtán mínútna leik. Ísraelska liðið mætti töluvert sterkara og ákafara til leiks í dag. Ísraelski markvörðurinn hefur þrefaldað framlag sitt frá því í gær. Þá varði hún eitt skot og er nú komin með þrjú.
Nú þarf liðið að sýna hvað í sér býr.
Bið á fyrsta íslenska markinu
Það er ekki endilega að sjá á frammistöðu íslenska liðsins fyrstu mínúturnar að liðið hafi valtað yfir andstæðinginn í gær. Fyrsta mark leiksins var ísraelskt en fyrsta íslenska markið kom úr vítakasti eftir 3 mínútur og 40 sekúndur.
Eftir sjö mínútna leik er staðan 2-2.
Leikurinn er farinn af stað!
Nú reynir á Ísland að sína á nýjan leik hve mikill styrkleikamunur er á liðunum. Forskotið er 12 mörk og því getur áskorun kvöldsins verið fremur andleg.
Nýliðar í íslenska landsliðinu
Þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir leikmenn Hauka komu inn í hópinn í dag. Nú er spurning hvort að þær fái sínar fyrstu mínútur fyrir íslenska landsliðið.
Inga Dís er 21 árs og Alexandra er 24 ára. Í gær skoraði Alfa Brá Oddsdóttir sitt fyrsta mark fyrir landsliðið.
Hvað þarf til að Arnar gangi glaður af velli?
Arnar Pétursson þjálfari liðsins segir að liðið ætli að keyra á andstæðinginn og ná í auðveld mörk. En hvað þarf til að Arnar gangi glaður af velli í kvöld?
„Ef ég finn að við erum að leggja okkur fram og leggja áherslu á að við séum að leggja áherslu á það sem við eigum að vera að leggja áherslu á og að stelpurnar séu að njóta þess. Þá verð ég glaður.“
Farin í loftið!
Stofan er farin af stað þar sem Kristín Guðmundsdóttir og Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingar, krifja leikinn ásamst Helgu Margréti Höskuldsdóttur.
Einar Örn Jónsson og Vignir Stefansson taka svo við og lýsa leiknum.
Mótmælt á Ásvöllum í gær
Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er talið að um 75-80 hafi mótmælt fyrir utan völlinn. Lögreglan býr sig undir svipaða stöðu í kvöld.
Mótmælin fóru þó að mestu vel fram, barið var á hurðar en ekki þurfti að fjarlæga neinn af svæðinu.
Hefur ekki áhyggjur af stuttum tíma milli leikja
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var heilt yfir sáttur með leik gærdagsins en hann hafði þó áhyggjur af liðinu í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru.
„Ég er heilt yfir sáttur. Ég hefði viljað aðeins betri seinni hálfleik en hvernig stelpurnar komu inn í þennan leik, og tóku yfir hann í fyrri hálfleik. Ég er bara mjög ánægður með þær og stoltur af þeim við sérstakar aðstæður.“
„Aðstæðurnar hafa verið mjög sérstakar og það hefur reynt á þær á mjög sérstakan hátt líka. Ég verð að viðurkenna það að ég hafði smá áhyggjur af því, já.“
Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Arnar ekki hafa áhyggjur af liðinu hvað varðar þann stutta tíma sem er á milli leikja. „Þetta eru það flottar stelpur og miklir karakterar að ég hef ekkert svakalega miklar áhyggjur af því. Þær mæta tilbúnar til leiks.“
Tvær breytingar gerðar á liðinu
Gerðar voru tvær breytingar á liðinu. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem er að stíga upp úr meiðslum, fer út og sömuleiðis Elísa Elíasdóttir sem fór meidd af velli í gær. Í þeirra stað koma Alexandra Líf Arnarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus United (69/3)
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (10/0)
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram (5/3)
Alexandra Líf Arnardóttir, Haukar (0/0)
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (62/111)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (34/6)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (14/11)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (22/70)
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar (0/0)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (12/13)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (26/21)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (123/245)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (34/145)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (60/86)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/187)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (54/50)
Ísland í góðri stöðu eftir sigur gærdagsins
Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Ísland eða Ísrael sem tryggir farmiða á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Íslenska liðið kom sér í þægilega stöðu með tólf marka sigri, 39-27.
Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða för og því mætti segja að stórsigur gærdagsins fleyti liðinu langleiðina að heimsmeistaramótinu.
Mótið fer fram í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Ef Ísland sigrar verður þetta þriðja stórmót liðsins í röð.
Báðir leikirnir fara fram hér á landi vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu.