9. apríl 2025 kl. 21:29
Íþróttir
Körfubolti

Njarðvík fer í undanúrslit eftir spennandi viðureign

Mikil spenna var í leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónusdeildar kvenna í körfubolta. Eftir spennandi leik tryggði Njarðvík sigur 95-89 og þar með sæti í undanúrslitum.

Njarðvík leiddi leikinn en Stjarnan minnkaði forskotið tvívegis í þrjú stig. Annars vegar snemma seinni hálfleiks þegar staðan var 52-49 og hins vegar þegar tæp mínúta lifði leiks, 89-86.

Bikarlyfta Njarðvíkur eftir bikarúrslit kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Njarðvík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta 2025.Mummi Lú

Brittany Dinkins fór fyrir Njarðvíkingum og skoraði 35 stig í leiknum.

Sigra þarf þrjá leiki í einvíginu til þess að komast í undanúrslit og það gerði Njarðvík örugglega. Liðið vann viðureignina 3-0. Keflavík tryggði sæti í undanúrslitum í gær.