Valur fór áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir sigur í framlengingu gegn Stjörnunni, 28-32.
Stjarnan leiddi með einu marki í hálfleik, 13-12. Leikurinn var afar jafn í seinni hálfleik en Stjörnumenn höfðu þó frumkvæðið alveg þar til undir lok leiks. Valsmenn jöfnuðu metin og eftir 26-26 jafntefli þurfti að grípa til framlengingar. Þar byrjuðu Valsmenn betur og unnu að lokum öruggan sigur.
Hlíðarendapiltar eru því komnir í undanúrslit ásamt Aftureldingu.
Tandri Már Konráðsson var með átta mörk fyrir Stjörnuna og Bjarni i Selvindi var markahæstur hjá Val með sex mörk.