8. apríl 2025 kl. 21:11
Íþróttir
Íshokkí
SA í lykilstöðu eftir sigur kvöldsins
Skautafélag Akureyrar þarf nú einn sigur í viðbót til að verða Íslandsmeistari í íshokkí. Liðið bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld, 1-3. Næsti leikur fer fram fyrir norðan 10. apríl
Unnar Rúnarsson kom SA yfir snemma leiks en Alex Sveinsson jafnaði metin. Róbert Hafberg skoraði svo annað mark SA og Uni Blöndal gerði endanlega út um leikinn undir lok hans.