8. apríl 2025 kl. 10:52
Íþróttir
Fótbolti

Leggur til að fjölga kvenna­lið­um á Ól­ymp­íu­leik­un­um

FIFA leggur til að leyfa 16 kvenna- og 12 karlaliðum að spila fótbolta á Ólympíuleikunum. Þetta verður tekið fyrir á stjórnarfundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem er á miðvikudaginn.

Það er Alþjóðaólympíunefndin sem þarf að taka endanlega ákvörðun eftir að Gianni Infantino, forseti FIFA, talaði um tillöguna á þingi UEFA í Belgrad fyrir helgi. Infantino segir að FIFA vilji fjölga kvennaliðum til að styrkja kvennaboltahreyfinguna.

Á undanförnum sumarleikum hefur þetta verið öfugt, en þá hafa verið 12 kvennalið og 16 U23 ára lið (með blöndu af eldri leikmönnum) karlamegin.

Leikmenn Spánar fagna marki gegn Sambíu á HM kvenna í fótbolta 2023.
EPA