Keflavík er komið í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir öruggan 30 stiga sigur, 88-58. Keflavík vann einvígið 3-0 og er fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum.
Sigurinn var í raun aldrei í hættu en staðan var 44-38 í hálfleik eftir áhlaup Tindastóls í öðrum leikhluta.