8. apríl 2025 kl. 14:57
Íþróttir
Íshokkí

Ísland kom til baka gegn Norður-Kóreu

Mynd af tveimur manneskjum í íshokkí. Ekki sést í andlit þeirra en það sést í kylfur, fætur og ísinn.
RÚV

Ísland vann 3-2 sigur gegn Norður-Kóreu í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna í íshokkí í dag. Liðið leikur í A-riðli 2. deildar og var leikur liðanna í annarri umferð. Ísland er með fimm stig eftir tvo leiki en áður hafði sigur unnist gegn Spánverjum.

Tvö stig fást fyrir sigur í framlengingu og þrjú fyrir sigur í venjulegum leiktíma.

Ísland komst í 1-0 í fyrstu lotu með marki Berglindar Rósar Leifsdóttur, en þegar liðið var á aðra lotu leiddu þær norðurkóresku 1-2. Sunna Björgvinsdóttir jafnaði metin og Hilma Bóel Bergsdóttir gerði sigurmarkið.

Ísland mætir Póllandi, Mexíkó og Kínverska Taípei næstu daga.