Deildarmeistarar Hauka héldu sér á lífi í einvíginu gegn Grindavík með 76-73 sigri í spennandi leik. Grindavík hafði óvænt leitt 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit.
Afar mjótt var á mununum nær allan leikinn. Grindavík leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-24. Gestirnir leiddu ennþá í hálfleik, 41-45. Þá sneru Haukar taflinu sér í vil og unnu að lokum seiglusigur.