8. apríl 2025 kl. 21:05
Íþróttir
Fótbolti

Arsenal fór illa með Real Madrid

epa12019037 Luka Modric (L) and Kylian Mbappe (R) of Real Madrid react after receiving the 2-0 goal during the UEFA Champions League quarter-final 1st leg match between Arsenal FC and Real Madrid in London, Britain, 08 April 2025.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
EPA-EFE / Tolga Akmen

Arsenal stendur afar vel að vígi gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leikmenn Arteta unnu 3-0 sigur eftir að markalaust var í hálfleik. Declan Rice skoraði tvö mörk, á 58. og 70. mínútu. Spánverjinn Mikel Merino bætti þriðja markinu við á 75. mínútu. Eduardo Camavinga fékk rautt spjald í uppbótartíma.

Seinni leikurinn verður 16. apríl.

Þá vann Inter Milan góðan útisigur á Bayern München. Lautaro Martinez kom ítölsku gestunum yfir á 38. mínútu. Gamla brýnið Thomas Müller jafnaði metin á 85. mínútu en Davide Frattesi kom Inter aftur yfir skömmu síðar.