8. apríl 2025 kl. 21:19
Íþróttir
Handbolti

Aft­ur­eld­ing í und­an­úr­slit og Eyja­menn úr leik

Blær Hinriksson í leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeild karla 17. október 2024
Blær Hinriksson.Mummi Lú

Afturelding fór áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir 27-25 sigur gegn ÍBV. Afturelding vann einvígið því 2-0.

Mjótt var á mununum allan leikinn og leiddu gestirnir úr Mosfellsbæ með einu marki í hálfleik, 15-14. ÍBV leiddi um tíma í seinni hálfleik en Afturelding vann að lokum tveggja marka sigur.

Blær Hinriksson skoraði 11 mörk og gaf tvær stoðsendingar. Dagur Arnarsson leiddi sóknarleik ÍBV en hann var með níu mörk og sex stoðsendingar.