7. apríl 2025 kl. 21:17
Íþróttir
Fótbolti

Stjarnan skoraði umdeilt mark í sigri

Í lokaleik fyrstu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta tók Stjarnan á móti FH í Garðabæ. Þar var ekkert skorað í fyrri hálfleik en á 64. mínútu braut Örvar Eggertsson ísinn fyrir Garðbæinga þegar hann kom þeim í 1-0 með umdeildu marki, en erfitt var að sjá hvort boltinn hefði verið kominn yfir línuna. Það kveikti svona vel á Stjörnumönnum því aðeins fjórum mínútum síðar hafði Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldað forskot heimamanna.

FH-ingar höfðu þó ekki gefist upp og á 90. mínútu minnkaði Dagur Traustason muninn fyrir FH í 2-1. Þar við sat og Stjarnan tók þrjú stig með 2-1 sigri.