7. apríl 2025 kl. 21:20
Íþróttir
Handbolti

FH og Fram í und­an­úr­slit

Bikarmeistarar Fram tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Fram sótti Hauka heim í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn á föstudag og þar sem vinna þarf tvo leiki til að komast áfram var nóg fyrir Fram að vinna leikinn í kvöld til þess. Fram vann Hauka með þriggja marka mun, 28-25 og vann einvígið því 2-0. Deildarmeistarar FH komust líka í kvöld áfram í undanúrslit með sigri á HK, 25-21. FH vann það einvígi sömuleiðis 2-0.

Reynir Þór Stefánsson í leik Stjörnunnar og Fram í úrslitum bikarkeppni karla í handbolta 01.03.2025
RÚV / Mummi Lú