Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan vann öruggan 90-82 sigur á ÍR og kom sér í 2-0 í einvíginu á meðan Álftanes hafði betur gegn Njarðvík á Álftanesi. Bæði Stjörnuna og Álftanes vantar einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslitin og senda ÍR og Njarðvík í sumarfrí.