5. apríl 2025 kl. 17:53
Íþróttir
Körfubolti

Vals­kon­ur komnar í 2-0 í ein­víg­inu gegn Þór

Valur og Þór Akureyri mættust á Hlíðarenda í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í dag. Þrátt fyrir að Þór hafi endað sæti ofar í deildinni unnu Valskonur óvæntan sigur í spennandi fyrsta leiknum á Akureyri.

Spennan var ekki jafn mikil í dag því Valskonur voru 13 stigum yfir strax eftir fyrsta leikhluta og 18 stigum yfir í hálfleik, 51-33. Valskonur unnu svo öruggan sigur, 102-75 og eru því komnar 2-0 yfir í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í dag.RÚV / Mummi Lú

Stjarnan og Njarðvík mætast kl. 18. Það er annar leikur liðanna eftir að Njarðvík vann fyrsta leikinn.