5. apríl 2025 kl. 14:33
Íþróttir
Fótbolti

Tit­ill­inn blasir við Liver­pool eftir jafn­tefli Ars­en­al

Everton og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal er í öðru sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir toppliðinu Liverpool sem á auk þess leik til góða. Óhætt er því að segja að Englandsmeistaratitillinn blasi við Liverpool sem dugir 11 stig í síðustu átta leikjum sínum í deildinni.

epa12011292 Declan Rice of Arsenal reacts during the English Premier League soccer match between Everton FC and Arsenal FC, in Liverpool, Britain, 05 April 2025.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Declan Rice leikmaður Arsenal í leiknum í dag. Hann veit að titilvonir Arsenal eru að renna út í sandinn.EPA-EFE / Peter Powell

Arsenal komst yfir á 34. mínútu með marki Leandro Trossard og 1-0 stóð í hálfleik, Iliman Ndiaye jafnaði fyrir Everton úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.