Everton og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal er í öðru sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir toppliðinu Liverpool sem á auk þess leik til góða. Óhætt er því að segja að Englandsmeistaratitillinn blasi við Liverpool sem dugir 11 stig í síðustu átta leikjum sínum í deildinni.
Declan Rice leikmaður Arsenal í leiknum í dag. Hann veit að titilvonir Arsenal eru að renna út í sandinn.EPA-EFE / Peter Powell
Arsenal komst yfir á 34. mínútu með marki Leandro Trossard og 1-0 stóð í hálfleik, Iliman Ndiaye jafnaði fyrir Everton úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.