5. apríl 2025 kl. 19:46
Íþróttir
Körfubolti

Njarðvík nálgast undanúrslitin

Njarðvík vann Stjörnuna í Garðabæ, 72-89, í átta liða úrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvík hefur unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu og þarf nú bara einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit.

Brittany Dinkins í bikarúrslitum kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Brittany Dinkins skoraði 25 stig fyrir Njarðvík í kvöld.Mummi Lú

Næsti leikur liðanna verður í Njarðvík á miðvikudaginn. Fyrr í dag unnu Valskonur öruggan sigur á Þór Akureyri og eru þær einnig með 2-0 forystu í einvíginu.