5. apríl 2025 kl. 15:18
Íþróttir
Skíði

María Kristín og Dagur Íslandsmeistarar í 10 km skíðagöngu

María Kristín Ólafsdóttir frá Skíðagöngufélaginu Ulli og Dagur Benediktsson frá SFÍ urðu í dag Íslandsmeistarar í 10 km göngu á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli á Akureyri.

Dagur sigraði eftir hörkuspennandi keppni við Einar Árna Gíslason sem varð í öðru sæti, aðeins 3 sekúndum á eftir Degi sem varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu í gær. Ástmar Helgi Kristinsson varð þriðji.

Í kvennaflokki kom Karin Björlinger frá Svíþjóð fyrst í mark en María Kristín varð Íslandsmeistari. Önnur var Árný Helga Birkisdóttir og í þriðja sæti Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Íslandsmótinu lýkur á morgun.

5. apríl 2025. Dagur Benediktsson SFÍ sigraði í 10 km göngu á Skíðamóti Íslands í dag eftir hörkuspennandi keppni við Einar Árni Gíslason SKA varð í öðru sæti, aðeins 3 sek á eftir Degi. Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ kom í mark í þriðja sæti, aðeins um mínútu á eftir fyrsta manni.
Í kvennaflokki kom Karin Björlinger Svíþjóð fyrst í mark en María Kristín Ólafsdóttir Ulli varð Íslandsmeistari. Önnur var Árný Helga Birkisdóttir SKA og í þriðja sæti var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir Ulli.
Verðlaunahafar í fullorðinsflokkum 10 km göngu.Skíðasamband Íslands

Nánar má lesa um úrslit dagsins hér.