„Skandall að það sé ekki orðið uppselt“
Bæði voru spurð hvort það væru vonbrigði að ekki væri uppselt á blaðamannafundi í hádeginu í dag.
„Já, það eru vonbrigði. Þetta er lítill völlur, lítil stúka, og við eigum að ná að selja upp á þennan leik á 5 mínútum, finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum að sjá hvað við getum gert til að fá fólk til að vilja koma á völlinn og svo þarf fólk að vera tilbúið til að styðja okkur,“ sagði Ingibjörg.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tók enn sterkar til orða:
„Auðvitað velur fólk hvað það gerir og allt það. Ég lít samt á það sem mikil vonbrigði, það eru ekki það mörg sæti hérna á vellinum, mér finnst það eiginlega skandall að það sé ekki orðið uppselt,“ sagði Þorsteinn.
RÚV sýnir leikinn beint kl. 16:45 á morgun. Miðasala er hjá Stubbi og má finna hana hér.