3. apríl 2025 kl. 21:16
Íþróttir
Fótbolti

Ch­el­s­ea upp í fjórða sætið

Einn leikur fór fram i ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea náði í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti með 1-0 sigri á Tottenham. Enzo Fernandez skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu fyrir Chelsea.

Chelsea's Enzo Fernandez, left, celebrates after scoring the first goal against Tottenham during the English Premier League soccer match between Chelsea and Tottenham Hotspur, at Stamford Bridge stadium, in London, Thursday, April 3, 2025. (AP Photo/Ian Walton)
Enzo Fernandez fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði gegn Tottenham í kvöld.AP / Ian Walton

Chelsea fór með sigrinum upp í fjórða sæti, upp fyrir Manchester City og hefur eins stigs forskot á City og tvö á Newcastle, sem á þó leik til góða.