Einn leikur fór fram i ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea náði í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti með 1-0 sigri á Tottenham. Enzo Fernandez skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu fyrir Chelsea.
Enzo Fernandez fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði gegn Tottenham í kvöld.AP / Ian Walton
Chelsea fór með sigrinum upp í fjórða sæti, upp fyrir Manchester City og hefur eins stigs forskot á City og tvö á Newcastle, sem á þó leik til góða.