Álftanes vann óvæntan sigur á Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld, 89-95. Njarðvík varð í þriðja sæti í deildinni en Álftanes í sjötta sæti og átti því heimaleikjaréttinn. Næsti leikur liðanna verður á Álftanesi og þarf þrjá sigra til að komast í undanúrslit.
Í hinum leik kvöldsins vann Stjarnan stórsigur á ÍR, 101-83. 41 stig frá Jacob Falko dugðu ÍR-ingum því skammt. Shaquille Rombley átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði 27 stig og tók 19 fráköst. Stjarnan varð í öðru sæti deildarinnar en ÍR í sjöunda sæti.