29. mars 2025 kl. 20:49
Íþróttir
Fótbolti

Forest í undanúrslit eftir spennutrylli

Nottingham Forest sigraði Brighton í spennutrylli í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

epa11948937 Nuno Espirito Santo, Manager of Nottingham Forest reacts during the English Premier League match between Nottingham Forest and Manchester City, in Nottingham, Britain, 08 March 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest.EPA-EFE / TIM KEETON

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur vítunum en þá jókst spennan. Brighton klikkaði á þriðja vítaskoti sínu en það gerði Forest einnig. Það fjórða fór í vaskinn hjá Brighton en Nikola Milenkovic skoraði þá úr fjórða víti Forest sem leiddi þá, 2-3. Lewis Dunk skoraði úr fimmtu og síðustu vítaspyrnu Brighton og jafnaði leika. Þá átti Forest eftir síðustu spyrnuna sem Ryan Yates skoraði úr. Forest er því á leið í undanúrslit enska bikarsins.