Er handviss um sigurleiki á EM
„Við vissum að við yrðum með Pólverjum og Slóvenum í riðli en nú liggja hinir mótherjarnir fyrir og ég er bara vongóður um að við gerum vel í riðlinum,“ sagði Ægir við RÚV í dag.
Auk Póllands og Slóveníu er Ísland í riðli með Frökkum, Ísrael og Belgíu.
„Við vitum hins vegar að þegar komið er á EM að þá verða allir leikir erfiðir, þannig við þurfum að sýna góða frammistöðu í öllum leikjum.“
„Ég held að við þurfum að sækja þennan sigur sem er svo eftirsóttur. En við vitum samt vel að það þýðir ekkert að horfa bara á einhvern einn leik eða ákveðið lið að þar eigi þessi fyrsti sigur að koma. Við þurfum að eiga gott sumar og undirbúa okkur vel fyrir leikina á mótinu. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á góða frammistöðu og ég er handviss um að það komi sigurleikir hjá okkur á mótinu,“ sagði Ægir.