26. mars 2025 kl. 14:29
Íþróttir
Formúla 1

Red Bull fékk nóg eftir tvær keppn­ir

epa11975175 Red Bull Racing driver Liam Lawson of New Zealand walks in the paddock before the Formula 1 Chinese Grand Prix, at the Shanghai International Circuit in Shanghai, China, 20 March 2025.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
EPA-EFE / ALEX PLAVEVSKI

Formúlu-1-liðið Red Bull hefur skipt ökuþórum sínum út eftir aðeins tvær keppnir á tímabilinu. BBC greinir frá. Nýsjálendingnum Liam Lawson, 23 ára, sem var einn af aðalökuþórum liðsins hefur verið skipt út fyrir Japanann Yuki Tsunoda. Lawson og Tsunoda skipta um lið innan Red Bull-samsteypunnar og Lawson keyrir fyrir Racing Bulls frá og með næstu keppni.

Breytingarnar vekja undrun víða í formúluheiminum. Lawson fór ekki vel af stað í ár en það er fáheyrt að ökumenn séu með svo stuttan taum. Lawson varð í 18. sæti í fyrstu keppni tímabilsins og í 14. og 12. sæti í tveimur keppnum í Kína um liðna helgi.